Fara í efni

Samningur um greiðsluaðlögun

Samþykktur samningur 

Telst kominn á þegar allir kröfuhafar sem lýstu kröfu  og málið varðar hafa samþykkt skilmála hans.

Í samningi er tilgreint hversu langt greiðsluaðlögunartímabil skuli vera, en það er að jafnaði eitt til þrjú ár.

Ef samið er um eftirgjöf krafna, er hún að jafnaði framkvæmd að loknu greiðsluaðlögunartímabili.

Samningurinn getur falið í sér eftirfarandi:

  • algera eftirgjöf einstakra krafna
  • hlutfallslega lækkun einstakra krafna 
  • gjaldfrest á einstökum kröfum 
  • skilmálabreytingar
  • greiðslu einstakra krafna með hlutdeild í afborgunarfjárhæð sem greiðist með ákveðnu millibili á ákveðnu tímabili
  • breytt greiðsluform krafna
  • allt framangreint í senn

Samið um mánaðarlegar greiðslur

  • Þegar um mánaðarlegar greiðslur samkvæmt samningi er að ræða sér greiðslumiðlunarbanki um að útbúa greiðsluseðil (kröfu í heimabanka) sem skuldari sjálfur greiðir eða er skuldfærður af reikningi hjá viðkomandi.
  • Greiðslumiðlunarbanki sér um að miðla greiðslum til annarra kröfuhafa í samræmi við skilmála samningsins. Greiðslumiðlunarbanki er yfirleitt sá banki sem á flestar eða hæstar kröfur á hendur skuldara og tekur hann að sér að miðla greiðslum samkvæmt samningi til kröfuhafa.
  • Heimilt að kveða á um tiltekna meðferð á kröfum sem annars falla ekki undir úrræði greiðsluaðlögunar einstaklinga, ekki er heimilt að kveða á um eftirgjöf á þessum kröfum og ekki er heimilt að kveð á gjaldfrest fésekta.

    • Fésektir
    • Kröfur vegna virðisaukaskatts
    • Kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda
    • Kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem samkvæmt dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi
    • Meðlagskröfur

    Vakin skal athygli á því að samningur til greiðsluaðlögunar sem gerir ráð fyrir fésektum í greiðsluáætlun frestar ekki heimild innheimtuaðila til að beita vararefsingu.

Hvaða skuldir er samið um ? 

  • Í greiðsluaðlögunarsamningi er eingöngu samið um þær skuldir sem stofnuðust áður en skuldari fékk samþykkta umsókn um greiðsluaðlögun.
  • Þær kröfur sem stofnast eftir það tímabil teljast utan greiðsluaðlögunar og ber skuldari ábyrgð á að þær séu greiddar. Ef skuldara hefur eftir að greiðsluaðlögunartímabil hófst verið gert kunnugt um skuld sem stofnaðist áður en umsókn um greiðsluaðlögun var samþykkt verður skuldin felld undir greiðsluaðlögunina.

Þær skuldir sem samningur greiðsluaðlögun tekur ekki til eru eftirfarand

  • Skuldir sem falla til eftir að umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið samþykkt.
  • Skuldir vegna námslána.
    • Samhliða samningi um greiðsluaðlögun er hægt að semja um greiðslufrest á námslánum.
    • Virkar ábyrgðarskuldbindingar v. námslána falla undir greiðsluaðlögun.
  • Meðlagsskuldir
  • Fésektir, kröfur veggna virðisaukaskatts, kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda, kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem skv. dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi.
    • Heimilt að kveða á um tiltekna meðferð á kröfum sem annars falla ekki undir úrræði greiðsluaðlögunar einstaklinga, ekki er heimilt að kveða á um eftirgjöf á þessum kröfum og ekki er heimilt að kveð á gjaldfrest fésekta.

Veðkröfur

Heimildir eru í lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga sem ætlað er að koma til móts við fasteignaeigendur í tímabundum vanda.

Skilyrði er að uppi séu sérstakar og tímabundnar aðstæður.

Hægt er að kveða á um:

Tímabundið lægri mánaðarleg afborgun af veðkröfum

Tímabundin gjaldfrestur af veðkröfum ef óveruleg eða engin greiðslugeta er til staðar

Á einnig við um aðrar veðkröfur en fasteignaveðkröfur

Yfirveðsettar fasteignir

Einstaklingar geta óskað eftir lækkun á veðsetningu fasteignar þannig að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Gert samhliða greiðsluaðlögunarumleitunum.

Greiðsluskjól

  • Þegar samningur um greiðsluaðlögun er kominn á fellur úr gildi svokallað greiðsluskjól. Kröfuhöfum er þá eingöngu heimilt að innheimta kröfur sínar í samræmi við skilmála greiðsluaðlögunarsamnings.
  • Þær skyldur sem hvíldu á skuldara á meðan að frestun greiðslna varði falla einnig niður.

Sjá nánar hér.

Breyting á samningi 

  • Ef upp koma ófyrirsjáanlegar aðstæður á tímabili greiðsluaðlögunar t.d. slys, viðvarandi atvinnuleysi o.s.frv., sem veikja getu skuldara til þess að uppfylla skyldur sínar samkvæmt samningi getur skuldari reynt að ná fram breytingum á skilmálum samnings við kröfuhafa. 
  • Skuldari getur óskað eftir því við umboðsmann skuldar að veittur sé gjaldfrestur á allt að þremur gjalddögum samkvæmt samningi, án þess að breytingin sé borin undir kröfuhafa.

  • Lánardrottnar geta farið fram á að gerðar verði breytingar á greiðsluaðlögunarsamningi skuldara batni fjárhagsstaða hans umtalsvert á greiðsluaðlögunartímabilinu. Með orðinu umtalsvert er átt við að lánardrottnum er ekki heimilt að óska eftir breytingum ef fjárhagsstaða skuldara hefur batnað vegna eigin vinnu eða bættra launakjara hans, nema ef um verulega aukningu tekna sé að ræða.
  • Ef skuldari fær hins vegar háa eingreiðslu á greiðsluaðlögunartímabilinu getur lánardrottinn krafist þess að fénu verði skipt að hluta eða að fullu milli lánardrottna án þess að samningnum um greiðsluaðlögun sé breytt að öðru leyti. Lánadrottnar geta farið fram á að samningi verði rift eða hann ógildur ef skuldari vanrækir skyldur sínar samkvæmt samningi.

Getur samningur fallið úr gildi ? 

Samningur um greiðsluaðlögun fellur sjálfkrafa úr gildi ef skuldari fær heimild til að leita nauðasamnings, bú hans er tekið til gjaldþrotaskipta eða hann fellur frá og dánarbú hans er tekið til skipta án þess að erfingjar taki á sig ábyrgð á skuldbindingum hans. 

Samningur fellur jafnframt úr gildi ef vanskil mánaðarlegra greiðslna hafa varað í sex mánuði og ekki liggur fyrir að skuldari hafi óskað eftir breytingu á samningi .