Fara í efni

Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun gerð betri

Greiðsluaðlögun einstaklinga er úrræði fyrir einstaklinga í verulegum fjárhagserfiðleikum þar sem einstaklingum er gert kleift að ná frjálsum samningum við kröfuhafa sína með milligöngu UMS. 

Markmiðið breytinganna er að greiðsluaðlögun einstaklinga verði betra úrræði fyrir einstaklinga í verulegum fjárhagserfiðleikum.

Helstu breytingar

Fleiri geta leitað greiðsluaðlögunar

Rýmkun skilyrða um búsetu og lögheimili á Íslandi

  • Einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis geta leitað greiðsluaðlögunar vegna íslenskra krafna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Rýmkun á skilyrðum sem gera UMS kleift að samþykkja fleiri umsóknir um greiðsluaðlögun einstaklinga.

  • Breyting á aðstæðum sem geta leitt til synjunar á umsókn um greiðsluaðlögun.

Heildstæð lausn

Fleiri kröfur í greiðsluaáætlun 

  • Fésektir, kröfur vegna virðisaukaskatts, kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda, kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem samkvæmt dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi og meðlagskröfur geta orðið hluti af greiðsluáætlun samnings
  • Hægt verður að kveða á um gjaldfrest á ofangreindum kröfum að undanskildum fésektum

Fasteignaeigendur

  • Betri heimildir eru nú til að koma til móts við fasteignaeigendur í verulegum fjárhagsvanda
  •  Heimilt að kveða á um lægri greiðslur eða gjaldfrest af veðlánum við ákveðnar aðstæður
  • Breytt greiðslufyrirkomulag getur alla jafna varað í allt að eitt ár.  Markmiðið er að mæta sérstökum aðstæðum á borð við hátt vaxtastig eða tímabundnum aðstæðum eins og tekjuleysi.
  • Þá geta umsækjendur leitað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar hjá UMS á meðan samningaviðræður við kröfuhafa standa yfir. Verður þannig hægt að óska eftir lækkun á veðsetningu svo að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Ábyrgðarmenn námslána 

  • Virkar ábyrgðarkröfur á námslánum falla undir greiðsluaðlögun
  • Ábyrgðarmenn námslána með virkar ábyrgðarskuldbindingar sem eru í greiðslu- og/eða skuldavanda geta því leitað lausna í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar.

Aukinn fyrirsjáanleiki á meðan á samningi stendur 

Breyting á samningi

  • Málsmeðferð vegna breytinga á samningum til greiðsluaðlögunar verði breytt skuldurum í hag til að auðvelda einstaklingum að standa í skilum við samninga og fá samningi sínum breytt þegar þörf er á
  • UMS getur veitt gjaldfrest á allt að þremur gjalddögum skv. samningi ef upp koma ófyrirsjáanlegar aðstæður sem koma í veg fyrir að unnt sé að uppfylla skyldur skv. samningi
  • UMS veitir aðilum í vanskilum með samninga til greiðsluaðlögunar leiðbeiningar um rétt til breytinga á samningi þegar við á. 
  • Á einnig við um þá samninga sem komust á áður en lögin tóku gildi

 

Skráning hjá Creditinfo og áhrif á lánshæfismat 

 Breyttar heimildir fjárhagsupplýsingastofu til að skrá og nýta upplýsingar er varða greiðsluaðlögun 

  • Með breytingnum er fjárhagsupplýsingastofu óheimilt að skrá upplýsingar um innkallanir í vanskilaskrá eða annarskonar gagnasafn þar sem upplýsingum er miðlað.  
  • Aðeins er heimilt skrá og nýta upplýsingar um innkallanir í þágu skrýslu um lánshæfi í eitt ár frá því að innköllun var gefin út. 
  • Creditinfo er hins vegar óheimilt að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögunina á vanskilaskrá.
  • Ef samningur um greiðsluaðlögun tekur gildi verða færslur á vanskilaskrá um vanskil þeirra krafna sem heyra undir samninginn afskráðar.
  • Creditinfo hefur heimild til að nýta upplýsingar um afskráðar færslur, til lækkunar á lánshæfismati, í allt að 4 ár frá afskráningu.