Fara í efni

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Markmið laga um greiðsluaðlögun einstaklinga er að gera einstaklingum í verulegum fjárhagsvanda kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að þeir geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð. 

Lög nr. 101/2010 tóku gildi á sama tíma og embætti umboðsmanns skuldara var sett á laggirnar.

Lögin voru endurskoðuð árið 2024  og tóku breytingar á lögum um greiðsluaðlögun gildi 1. apíl 2024. Markmiðið með breytingunum var að betrumbæta úrræðið, gera það heildstæðara og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari, umsækjendum til hagsbóta. 

Greiðsluaðlögun er ókeypis úrræði og það kostar ekkert að leita ráða hjá UMS.  

Hvað er greiðsluaðlögun ?

  • Úrræði fyrir einstaklinga í verulegum greiðslu- og skuldavanda.
  • Úrræðið felur í sér frjálsa samninga milli einstaklinga og kröfuhafa með milligöngu umboðsmanns skuldara.
  • Mikilvægt er að umsækjandi taki virkan þátt á meðan umsókn er til vinnslu.

Hvaða skuldir ? 

Skuldir sem greiðsluaðlögun tekur ekki til

  • Skuldir sem falla til eftir að umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið samþykkt.
  • Skuldir vegna námslána.
    • Samhliða samningi um greiðsluaðlögun er hægt að semja um greiðslufrest á námslánum.
    • Virkar ábyrgðarskuldbindingar v. námslána falla undir greiðsluaðlögun.
  • Meðlagsskuldir
  •  Fésektir, kröfur vegna virðisaukaskatts, kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda, kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem skv. dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi.
    • Heimilt að kveða á um tiltekna meðferð á kröfum sem annars falla ekki undir úrræði greiðsluaðlögunar einstaklinga, ekki er heimilt að kveða á um eftirgjöf á þessum kröfum og ekki er heimilt að kveð á gjaldfrest fésekta.

Námslán

  • Samhliða samningi um greiðsluaðlögun er hægt að semja um greiðslufrest á námslánum.
  • Vanskil námslána sem tilkomin eru áður en samningur um greiðsluaðlögun komst á er skeytt við höfuðstól kröfunnar.

Virkar ábyrgðarskuldbindingar vegna námslána

  • Virkar ábyrgðarskuldbindingar falla undir greiðsluaðlögun

Hvað er hægt að semja um í greiðsluaðlögun ?

Kröfur sem falla undir greiðsluaðlögun:

Efni samnings til greiðsluaðlögunar tekur ávallt mið af heildarmati á aðstæðum hvers umsækjanda fyrir sig, en með greiðsluaðlögun má kveða á um:

  •  Algera eftirgjöf einstakra krafna,
  • Hlutfallslega lækkun krafna
  • Gjaldfrest
  • Skilmálabreytingar
  • Greiðslu krafna með hlutdeild í afborgunarfjárhæð með ákveðnu millibili á tilteknu tímabili.
  • Breytt form á greiðslu krafna
  • Allt ofangreint í senn 

 

Skuldir sem standa utan greiðsluaðlögun en hægt er að gera ráð fyrir í greiðsluáætlun samnings til greiðsluaðlögunar:

Heimilt að kveða á um tiltekna meðferð á kröfum sem annars falla ekki undir úrræði greiðsluaðlögunar einstaklinga, ekki er heimilt að kveða á um eftirgjöf á þessum kröfum og ekki er heimilt að kveð á gjaldfrest fésekta.

  • Fésektir
  • Kröfur vegna virðisaukaskatts
  • Kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda
  • Kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem samkvæmt dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi
  • Meðlagskröfur

Vakin skal athygli á því að samningur til greiðsluaðlögunar sem gerir ráð fyrir fésektum í greiðsluáætlun frestar ekki heimild innheimtuaðila til að beita vararefsingu.

Fasteignir í greiðsluaðlögun

Veðkröfur

  • Heimildir eru í lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga sem ætlað er að koma til móts við fasteignaeigendur í tímabundum vanda.
  • Skilyrði er að uppi séu sérstakar og tímabundnar aðstæður.
  • Hægt er að kveða á um:
    • Tímabundið lægri mánaðarleg afborgun af veðkröfum
    • Tímabundin gjaldfrestur af veðkröfum ef óveruleg eða engin greiðslugeta er til staðar
  • Á einnig við um aðrar veðkröfur en fasteignaveðkröfur

Yfirveðsettar fasteignir

  • Einstaklingar geta óskað eftir lækkun á veðsetningu fasteignar þannig að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
  • Gert samhliða greiðsluaðlögunarumleitunum.

 

Fyrir hverja er greiðsluaðlögun 

Einstaklingar í verulegum fjárhagsvanda sem 

  • Geta sýnt fram á að þeir verði um fyrirsjáanlega framtíð ófærir um að standa í skilum með fjárskuldbindingar sínar.
  • Uppfylla þarf ákveðin skilyrði sem fram koma í lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga.

Ráðgjafi hjá UMS getur aðstoðað við að meta hvort greiðsluaðlögun henti.

Einstaklingar búsettir erlendis

  • Einstaklingar með ótímabundna búsetu erlendis geta sótt um greiðsluaðlögun.
  • Vegna skuldavanda á Íslandi
  • Greiðsluaðlögun tekur ekki til erlendra krafna
  • Umsækjandi þarf sjálfur að veita allar nauðsynlegar upplýsingar um fjárhagsstöðu t.d. skattframtöl sem og upplýsingar um tekjur og framfærslukostnað í búsetulandi.

Umsókn 

Hvernig er sótt um greiðsluaðlögun?

  • Sótt er um aðstoð vegna fjárhagsvanda rafrænt , notast þarf við rafræn skilríki.
  • Við vinnslu umsóknar sækir umboðsmaður skuldara upplýsingar um tekjur, eignir og skuldir og metur næstu skref í samráð við umsækjanda.
  • Hjón og fólk í sambúð er heimilt að sækja um í sameiningu.

Hvað gerist áður en hægt er að samþykkja umsókn um greiðsluaðlögun ?

  • Farið er yfir umsókn og kallað eftir öllum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að fá skýra mynd af fjárhagslegri stöðu umsækjanda.
  • Umsækjandi þarf að uppfylla ákveðin lögbundin skilyrði til að umsókn hans verði samþykkt.
  • Við mat á umsóknum er farið ítarlega yfir fjárhag umsækjenda með tilliti til eigna, tekna og skulda og er þá a.m.k. litið til síðustu fjögurra ár.
  • Skilyrði er að síðustu 4 skattframtölum hafi verið skilað.
  • Greina þarf hvort umsækjandi muni hafa aðra fjármuni en atvinnutekjur til að greiða af skuldum , s.s. vegna sölu eigna eða fjárframlaga annarra.
  • Umboðsmaður skuldara staðreynir tekjur umsækjanda, samkvæmt opinberum gögnum, og veltu (samanlagðar innborganir) á bankareikningum í eigu umsækjanda.
  • Sé misræmi á tekjum samkvæmt opinberum gögnum og veltu á bankareikningum er nauðsynlegt að umsækjandi veiti skýringar á því.
  • Framfærslukostnaður er áætlaður skv. framfærsluviðmiði embættisins ásamt öðrum uppgefnum kostnaði frá umsækjanda.
  • Umsækjandi þarf sjálfur að útvega gögn til staðfestingar á uppgefnum framfærslukostnaði þ. á m. uppgefnum kostnaði varðandi húsaleigu, rekstur húsnæðis og annan mánaðarlegan kostnað s.s. kostnað vegna dagvistunar barna.
  • Sé vafi um að umsækjandi uppfylli skilyrði til að leita greiðsluaðlögunar þá er honum sent bréf/tölvupóstur (andmælabréf) þar sem honum er veitt færi á að koma sínum skýringum að og að og leggja fram gögn innan tiltekins frests.

Mikilvægt er að umsækjandi sinni samskiptum við ráðgjafa vel á meðan umsókn er í vinnslu. 

Hvað gerist þegar umsókn er samþykkt ?

  • Þegar liggur fyrir að unnt er að samþykkja umsókn er haft samband við umsækjanda símleiðis ef unnt er, þar sem farið er yfir greiðsluaðlögunarferlið, greiðsluskjól og þær skyldur sem hvíla á umsækjanda meðan á því stendur, mögulega niðurstöðu í greiðsluaðlögunarsamningi o.fl.
  • Eigi umsækjandi eignir er farið yfir þau skilyrði sem verða að vera uppfyllt svo umsækjandi geti haldið viðkomandi eign eftir í greiðsluaðlögun. Sé fyrirsjáanlegt að selja þurfi eign í greiðsluaðlögunarferlinu er umsækjandi upplýstur um það.
  • Umsækjanda er í kjölfarið beðinn um að undirrita yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann hafi kynnt sér áhrif greiðsluskjóls. Í kjölfar undirritaðrar yfirlýsingar er ákvörðun um samþykki tekin og innköllun birt í Lögbirtingablaði.

Greiðsluaðlögun felur ekki í sér

  • Almenna lögfræðilega ráðgjöf eða aðstoð við mál sem eru einkaréttarlegs eðlis.
  • Eftirgjöf skulda í öllum tilvikum.
  • Aðstoð við að telja fram til skatts og/eða veita leiðbeiningar um skattamál.
  • Að embættið taki við fjármunum frá umsækjendum og miðli til kröfuhafa.
  • Ráðgjöf vegna bótamála.
Ef þú ert óviss um hver næstu skref ættu að vera þá getur þú haft samband í síma 512-6600 eða komið til okkar í Hlíðasmára 11, opið er frá 10-15 alla virka daga.

Þú getur einnig pantað símtal frá okkur og fengið nánari upplýsingar um þá þjónustu sem við bjóðum upp á.

Panta símtal

Sækja um aðstoð vegna fjárhagsvanda