Fara í efni

Þjónustustefna

Þjónustustefna UMS

Stefna UMS er að veita faglega og góða þjónustu. Leitast er við að finna lausn á fjárhagsvanda einstaklinga í samvinnu við þá. Markmið þjónustustefnunnar er að starfsmenn vinni sem ein heild að því að veita þjónustu þar sem gildi umboðsmanns skuldara eru höfð að leiðarljósi.

Samþykkt og útgefið 25. janúar 2021

GILDI UMS

  • Samvinna
    í sameiningu leitum við leiða til að finna lausn á fjárhagsvanda þeirra sem til okkar leita.
  • Traust
    sýnum þeim sem til okkar leita virðingu og hlýleika og vinnum af fagmennsku.
  • Þekking 
    búum yfir víðtækri þekkingu á fjárhagsvanda einstaklinga.

LEIÐARLJÓS Í SAMSKIPTUM UMS

  • Við erum ein heild og með sameiginleg markmið.
  • Við virðum hvert annað án tillits til menntunar, aldurs og skoðana.
  • Við erum jákvæð og lausnamiðuð.
  • Við viljum hreinskilni og kurteisi í samskiptum.

SAMSKIPTA- OG ÞJÓNUSTULEIÐIR

Stefna UMS er að hafa þjónustuna sem aðgengilegasta fyrir alla.

  • Á vefsíðu UMS (www.ums.is) er hægt að leggja inn rafræna umsókn, panta símtal við ráðgjafa eða senda skriflegt erindi. Þar er einnig að finna ýmsan fróðleik um fjármál.
  • Hægt er fá ráðgjöf símleiðis alla virka daga milli kl. 9-15.
  • Einnig er hægt er að bóka tíma í einstaklingsviðtal.
  • Sé þörf á aðstoð túlks við vinnslu máls er mögulegt að verða við því.

Vinnsla mála fer að mestu fram í gegnum tölvupóstssamskipti og símtöl.
Við tökum hlýlega á móti öllum og sinnum erindum fljótt og vel.

MARKMIÐ Í ÞJÓNUSTU:

  • Veita faglega og góða þjónustu þannig að einstaklingar fái yfirsýn yfir fjárhagsstöðu sína.
  • Að greina ástæður greiðsluvanda og leita leiða til lausna.

VÖRÐUR AÐ ÁRANGRI:

  • Niðurstöður úr spurningavagni Gallup.
  • Niðurstöður úr viðhorfskönnun stofnun ársins/Sameyki.
  • Regluleg samantekt á tölulegum upplýsingum úr málakerfi UMS.
  • Regluleg endurskoðun þjónustustefnu.