Fara í efni

Gestapistlar

Hrefna Guðmundsdóttir 
Ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun. 
Vinnu- og félagssálfræðingur. 
Meðhöfundur…
Hrefna Guðmundsdóttir
Ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun.
Vinnu- og félagssálfræðingur.
Meðhöfundur af bókinni ,,Why are Icelanders so Happy?" (2018).

Hugarfar og atvinnuleit

Hrefna Guðmundsdóttir, vinnu- og félagssálfræðingur skrifar um hugarfar og atvinnuleit. Það er auðvelt að upplifa kvíða, einangrun og jafnvel sorg þegar fólk missir vinnuna sína. Ekki er maður eingöngu að missa viðurværið sitt, heldur samstarfsfélaga og einnig þarf að kveðja spennandi verkefni. Því er oft haldið að okkur að í öllum aðstæðum séu tækifæri. Stundum þarf aðstoð til að geta séð hlutina með þeim augum. En svo kemur að því að bretta þarf upp ermar og halda áfram, leita nýrra leiða. Við erum ekki tré, við getum flutt okkur um set vegna starfs, við getum aðlagað okkur að nýjum aðstæðum og lært nýja hluti.
Salbjörg Bjarnadóttir
Salbjörg Bjarnadóttir

Bráðum koma blessuð jólin

Það er komið að því enn einu sinni að blessuð jólin með öllu sínu tilstandi nálgast með ógnarhraða. Fyrir mörgum eru jólin kærkomin hvíld frá hversdagsleikanum. Tilhlökkun um jólaljósin, skreytingar, að gleðjast með sínum nánustu, borða góðan mat, taka upp gjafir, fara í heimsóknir og hlýða á jólamessu. Sumir gleyma sér þó í kapphlaupinu við að gera jólin sem glæsilegust og stundum virðist uppruni þeirra hverfa í skarkala og græðgi. Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis skrifar í nýjasta gestapistli síðunnar um þær ólíku tilfinningar sem bærast innra með fólki í aðdraganda jóla og minnir á mikilvægi þess að vera meðvituð um að innihald jólanna er kærleikur og samvera.
Gunnar Baldvinsson
Gunnar Baldvinsson

Viðbótarlífeyrissparnaður - Taktu strax skref til að stýra þínum eigin fjármálum

Það er spennandi að byrja í nýrri vinnu hvort sem það er tímabundin sumarvinna eða vinna með skóla. Það gaman að kynnast nýju fólki, læra ný störf og taka þátt í atvinnulífinu eins og fullorðna fólkið. Það er líka góð tilhugsun að fá laun og ráða sínum eigin fjármálum. Gunnar Baldvinsson framkvæmdarstjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hefur skrifað fjölda greina um fjármál í gegnum tíðina og m.a. gefið út bækur um fjármál einstaklinga á öllum aldri. Í nýjasta gestapistil síðunnar skrifar Gunnar Baldvinsson um mikilvægi þess að taka strax skref til að stýra eigin fjármálum.
Gunnar Baldvinsson
Gunnar Baldvinsson

Fjögur tímalaus ráð í fjármálum

Gunnar Baldvinsson framkvæmdarstjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hefur skrifað fjölda greina um fjármál í gegnum tíðina og m.a. gefið út bækur um fjármál einstaklinga á öllum aldri. Fjármál eru eins og hvert annað verkefni. Þeim þarf að sinna og líkur á góðum árangri aukast með góðum undirbúningi og markvissum vinnu­brögðum. Þeim sem gefa sér tíma er umbunað með betri fjárráðum. Greinin hér fjallar um fjögur ráð sem eiga við á öllum tímabilum ævinnar og eru undirstaðan að traustum fjárhag.