Fara í efni

Umsjónarmaður

Umsjónarmaður skipaður

Umsjónarmaður er skipaður af umboðsmanni skuldara um leið og umsókn hefur verið samþykkt og getur hann verið lögfræðingur sem starfar hjá umboðsmanni skuldara eða lögmaður sem umboðsmaður ræður til verksins.

Umsjónarmanni ber að eiga frumkvæði að því að leita niðurstöðu í málefnum umsækjanda með samningi við kröfuhafa.

Umsjónarmaður gerir tillögu að samningi við kröfuhafa í samráði við umsækjanda og mikilvægt er að umsækjandi sinni samskiptum við umsjónarmann vel.

Ferlið hjá umsjónarmanni

Aðgerðir umsjónarmanns eftir skipun

 • Birting innköllunar í Lögbirtingablaði - innköllunarfrestur er þrjár vikur. Á meðan er málið í bið hjá umsjónarmanni.
 • Þegar innköllunarfresti er lokið hefst vinnsla í málinu að nýju.
 • Umsjónarmaður kannar hvort umsækjandi hefur sinnt  skyldum sínum eftir að greiðsluskjól hófst.
 • Ef umsækjandi hefur farið í bága við skyldur sínar þá getur það leitt til þess að umsjónarmanni beri skylda til þess að óska eftir því að heimild til greiðsluaðlögunar verði felld niður
 • Sé ekkert því til fyrirstöðu að haldið verði áfram með vinnslu málsins er lokið við gerð frumvarps til samnings um greiðsluaðlögun í samráði við umsækjanda.
 • Í frumvarpi til samnings um greiðsluaðlögun er tekið mið af stöðu hvers umsækjanda fyrir sig á þeim tíma sem málið er til vinnslu.
 • Umsjónarmaður sendir frumvarp til allra kröfuhafa sem lýst hafa kröfu og málið varðar. Kröfuhafar hafa í kjölfarið tveggja vikna frest til að taka afstöðu til frumvarpsins. 

Samningurinn sjálfur 

Atriði sem umsjónarmaður lítur til við gerð samnings

 • Aldur umsækjanda
 • Félagslegar aðstæður og fjölskyldustaða
 • Heilsufar, hefur umsækjandi verið metinn til örorku eða er hann í endurhæfingu.
 • Menntun og atvinnustaða
 • Aflahæfi til framtíðar.

Hvað er hægt að semja um í greiðsluaðlögun

Efni samnings til greiðsluaðlögunar tekur ávallt mið af heildarmati á aðstæðum hvers umsækjanda fyrir sig, en með greiðsluaðlögun má kveða á um:

 • Algera eftirgjöf einstakra krafna,
 • Hlutfallslega lækkun krafna
 • Gjaldfrest
 • Skilmálabreytingar
 • Greiðslu krafna með hlutdeild í afborgunarfjárhæð með ákveðnu millibili á tilteknu tímabili.
 • Breytt form á greiðslu krafna
 • Allt ofangreint í senn

Skuldir sem greiðsluaðlögun tekur ekki til

 • Skuldir sem falla til eftir að umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið samþykkt.
 • Skuldir vegna námslána.
  • Samhliða samningi um greiðsluaðlögun er hægt að semja um greiðslufrest á námslánum.
  • Virkar ábyrgðarskuldbindingar v. námslána falla undir greiðsluaðlögun.
 • Meðlagsskuldir
 • Fésektir, kröfur veggna virðisaukaskatts, kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda, kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem skv. dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi.
  • Heimilt að kveða á um tiltekna meðferð á kröfum sem annars falla ekki undir úrræði greiðsluaðlögunar einstaklinga, ekki er heimilt að kveða á um eftirgjöf á þessum kröfum og ekki er heimilt að kveð á um gjaldfrest fésekta.

Námslán

 • Samhliða samningi um greiðsluaðlögun er hægt að semja um greiðslufrest á námslánum.
 • Vanskil námslána sem tilkomin eru áður en samningur um greiðsluaðlögun komst á er skeytt við höfuðstól kröfunnar.

Virkar ábyrgðarskuldbindingar vegna námslána

 • Virkar ábyrgðarskuldbindingar falla undir greiðsluaðlögun

Skuldir sem standa utan greiðsluaðlögun en hægt er að gera ráð fyrir í greiðsluáætlun samnings til greiðsluaðlögunar:

Heimilt að kveða á um tiltekna meðferð á kröfum sem annars falla ekki undir úrræði greiðsluaðlögunar einstaklinga, ekki er heimilt að kveða á um eftirgjöf á þessum kröfum og ekki er heimilt að kveð á gjaldfrest fésekta.

 • Fésektir
 • Kröfur vegna virðisaukaskatts
 • Kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda
 • Kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem samkvæmt dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi
 • Meðlagskröfur

Vakin skal athygli á því að samningur til greiðsluaðlögunar sem gerir ráð fyrir fésektum í greiðsluáætlun frestar ekki heimild innheimtuaðila til að beita vararefsingu.

Veðkröfur

Heimildir eru í lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga sem ætlað er að koma til móts við fasteignaeigendur í tímabundum vanda.

 • Skilyrði er að uppi séu sérstakar og tímabundnar aðstæður.
 • Hægt er að kveða á um:
 • Tímabundið lægri mánaðarleg afborgun af veðkröfum
 • Tímabundin gjaldfrestur af veðkröfum ef óveruleg eða engin greiðslugeta er til staðar

Á einnig við um aðrar veðkröfur en fasteignaveðkröfur

Yfirveðsettar fasteignir

 • Einstaklingar geta óskað eftir lækkun á veðsetningu fasteignar þannig að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
 • Gert samhliða greiðsluaðlögunarumleitunum.

Sala á eignum umsækjanda

Ef umsækjandi á fasteign, sumarhús eða bifreið þá ber umsjónarmanni að skoða eftirfarandi:

 • Hvort umsækjandi hefur greiðslugetu að teknu tillit til kostnaðar vegna framfærslu til að greiða af veðlánum miðað við verðmat fasteignar.
 • Þá er hægt að leggja til að skuldari haldi eigninni, en að teknu tilliti til stærðar, rekstrarkostnaður o.fl.

Hvenær kemur til greina að leggja til sölu á eign?

 • Ef greiðslugeta er ekki til staðar þá kemur til skoðunar að leggja til sölu á eign.
 • Leggja skal til sölu á þeim eignum sem skuldari getur sannanlega verið án og eru ekki nauðsynlegar til reksturs heimilisins. Það getur átt við um sumarhús og dýrar bifreiðar.

Skuldir sem standa utan greiðsluaðlögun en hægt er að gera ráð fyrir í greiðsluáætlun samnings til greiðsluaðlögunar:

Heimilt að kveða á um tiltekna meðferð á kröfum sem annars falla ekki undir úrræði greiðsluaðlögunar einstaklinga, ekki er heimilt að kveða á um eftirgjöf á þessum kröfum og ekki er heimilt að kveð á gjaldfrest fésekta.

 • Fésektir
 • Kröfur vegna virðisaukaskatts
 • Kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda
 • Kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem samkvæmt dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi
 • Meðlagskröfur

Vakin skal athygli á því að samningur til greiðsluaðlögunar sem gerir ráð fyrir fésektum í greiðsluáætlun frestar ekki heimild innheimtuaðila til að beita vararefsingu.

 
Þegar frumvarp er tilbúið er það sent til kröfuhafa sem lýst hafa kröfu og málið varðar  til umsagnar, en þeir hafa tvær vikur til þess að taka afstöðu til þess.

 

Hvað gerist ef kröfuhafar andmæla ?

 • Umsjónarmaður fer yfir athugasemdirnar með umsækjanda og þá möguleika sem kunna að vera í stöðunni.
 • Vilji umsækjandi breyta frumvarpinu til samræmis við afstöðu kröfuhafa er frumvarpinu breytt og það sent aftur til kröfuhafa til samþykkis og hefst þá nýr tveggja vikna andmælafrestur.
 • Samþykki umsækjandi ekki að gera slíkar breytingar á frumvarpinu er mögulegt að fara með málið í nauðasamning fyrir héraðsdómi.
 • Berist engar athugasemdir frá kröfuhöfum innan andmælafrests telst frumvarpið samþykkt.
 • Umsjónarmaður hefur þá samband við umsækjanda og hann boðaður á fund til embættisins til að rita undir samninginn eða samningur er sendur til umsækjanda til undirritunar í ábyrgðarpósti.
 • Greiðsluaðlögun felur í sér frjálsa samninga sem þýðir að allir kröfuhafar sem lýstu kröfu þegar innköllun var gerð verða að samþykkja þá tillögu sem lögð er fram til þess að samningur teljist kominn á.

Þegar greiðsluaðlögunarsamningur hefur verið undirritaður er vinnslu málsins hjá umsjónarmanni lokið.

Greiðsluskjólinu lýkur þann dag sem umboðsmaður skuldara staðfestir samninginn.