Fara í efni

Hlaðvörp

12. jan 2021

Stelpur eiga ekki að tala um peninga - Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir

Stefanía útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 2019 og hefur síðan unnið mikið með það að markmiði að spara eins mikla peninga og mögulegt er.
Hún hefur náð nú þegar að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. Stefanía segir að hún hafi sótt sér mikinn fróðleik um fjárfestingar og sparnað. Það sem hefur þó komið henni leiðinlega á óvart er að þegar hún fer að tala um þessa hluti þá fær hún oft neikvæð tilsvör frá fólki. Bæði finnst fólki óþægilegt að ræða slík mál og eins segist Stefanía upplifa að margir finnist skrýtið og óviðeigandi að nýútskrifuð stelpa úr menntaskóla sé að leita sér þekkingar og tala um fjárfestingar. Hennar upplifun sé að það sé talið eðlilegra að strákar tali um svona hluti frekar en stelpa. Sem feminsísta þyki henni það leiðinlegt og því mikilvægt að ræða um þessa hluti út frá sjónarhóli ungra kvenna.

Hún segir að allir geti lært um peninga og það sé eitt það mikilvægasta sem allir geta lært enda séu peningar frelsi. Með því að læra um peninga getum við sloppið við að láta þá stjórna lífi okkar. Hún segir að hún hafi fengið fræðslu um fjármál og hjá fjölskyldu sinni mamma hennar hafi verið einstæð móðir sem hafi rætt fjármálin við hana.
Því fyrr sem við byrjum að spara því betri stöðu sköpum við okkur enda er lífið þá allt framundan.
Hún hefur fjárfest í hlutabréfum og kynnt sér þau mjög vel og hún kaupir sér frekar notuð föt en enda er það mun betra fyrir umhverfið.
Móðir hennar var Au-pair í Vínarborg en varð að hætta vegna láns sem hún var með og því hafi hún lagt áherslu á að fara skuldlaus í gegnum háskóla og því dugi sparnaður Stefaníu fyrir náminu.  

Hlusta
5. jan 2021

Milljónamæringurinn í næsta húsi - Kolbeinn Marteinsson

Kolbeinn Marteinsson er einn eiganda almannatengsla- og kynningarfyrirtæksins Athygli. Hann er jafnframt einn stofnenda og eigenda Útilegukortsins og fleiri fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Kolbeinn ræðir í þessum þætti um sín fjármál en hann er í dag mikill áhugamaður um fjármál. Þessi áhugi kviknaði samt í kjölfar mjög erfiðra aðstæðna. Á árunum eftir hrun urðu fjármál Kolbeins rústir einar eftir að fyrirtæki sem hann átti fór í gjaldþrot og skuldir hans jukust mjög mikið. Á sama tíma hrundu tekjur samhliða minni umsvifum í hagkerfinu eftir hrun. Í kjölfarið þurfti hann að horfast í augu við eigin fjárhagsvanda. Í kjölfarið fór hann að skipuleggja fjármál sín og fór að vinna sig úr skuldavandanum. Hægt og rólega fór hann að sjá til sólar. Samtímis fór hann að leggja fyrir sparnað og fá raunverulegan áhuga á fjármálum og má því segja að fjárhagserifðleikarnir hafi verið honum og fjölskyldu hans mikil gæfa. Í dag stefna Kolbeinn og kona hans að skuldleysi innan skamms og fjárhagslegu sjálfstæði.

Í síðari hluta þessa þáttar ræðir Kolbeinn um bókina ,,The Millionaire Next Door." Í þeirri bók sem kom út árið 1996 og var endurútgefin 2010 voru fjöldi milljónamæringa í Bandaríkjunum rannsakaðir með það að markmiði að skoða hvað í hegðun þeirra og færni varð til þess að þeir efnuðust. Þar kemur margt á óvart og margir hlutir þar sem við hér á Íslandi getum tileinkað okkur.  

Hlusta
5. jan 2021

Ef maður nær nógu mörgum litlum markmiðum þá nær maður á endanum stóra markmiðinu - Vilborg Arna Gissurardóttir

Vilborg Arna Gissurardóttir þarfnast ekki kynningar en þessi magnaða kona var fyrsta konan í heiminum til að afreka það að ganga ein á Suðurpólinn á skíðum og klífa 8000 metra tind ein.
Hún hefur sett sér skýr markmið í fjármálum sem og í leiðöngrum sínum og segir markmiðin eitt það mikilvægasta þegar kemur að árangri. 

Hlusta

Myndbönd

Hvað er fjárhagslegt sjálfstæði ?
Að taka lán
Hvað eru vextir ?

Fræðsla & greinar

14. okt 2020

Að kaupa fasteign

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði er yfirleitt stærsta fjárfestingin sem einstaklingar ráðast í. Það er því stór ákvörðun að kaupa fasteign og ferlið við fasteignakaup getur verið flókið. Þeir sem íhuga fasteignarkaup ættu því að gefa sér góðan tíma í undirbúning og gera raunhæfa áætlun um hvað húsnæðið má kosta.

28. okt 2020

Viðbótarlífeyrissparnaður

Það er spennandi að byrja í nýrri vinnu hvort sem það er tímabundin sumarvinna eða vinna með skóla. Það gaman að kynnast nýju fólki, læra ný störf og taka þátt í atvinnulífinu eins og fullorðna fólkið. Það er líka góð tilhugsun að fá laun og ráða sínum eigin fjármálum.

  • Hverju þarf að huga þegar ungt fólk ræður sig í sumarvinnu eða vinnu með skóla?
  • Borgar sig að vera með viðbótarlífeyrissparnað?
  • Á ungt fólk að nýta sér viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað) til að greiða inn á fyrstu íbúð?
8. okt 2020

Skyndilán - kaupa núna borga seinna

Að nýta sér „kaupa núna borga seinna“ þjónustu getur verið auðveld og þægileg leið til að greiða fyrir vörur og þjónustu, það er þó mikilvægt að gæta þess að skuldbinda sig ekki um efni fram.

Af hverju áttu pening eftir 14 daga ef hann er ekki til núna ?