Fara í efni

Hlaðvörp

24. feb 2021

Staða og horfur á fasteignamarkaði, að leigja eða kaupa? - Ari Skúlason

Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum hefur skoðað íslenskan fasteignamarkað undafarin ár. Hann ræðir í þessu áhugaverða viðtali stöðu fasteignamarkaðar.

 • Borgar sig frekar að leigja en að kaupa?
 • Hvernig Covid hefur haft áhrif á fasteignamarkaðinn og starfsumhverfi.
 • Hvernig vaxtalækkanir Seðlabankans hafa gjörbreytt fasteignamarkaði.

Þetta og margt fleira er rætt í þaula í þessu áhugaverða viðtali.

Hlusta
16. feb 2021

Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði Fjármálatips - Sædís Anna Jónsdóttir

Sædís Anna Jónsdóttir er þriggja barna móðir sem hefur á nokkrum árum losnað úr fátæktargildru og fjárhagsáhyggjum. Hún er jafnframt stofnandi Facebookhópsins fjármálatips en í hópnum eru þegar þetta er ritað um 13.000 manns.
Í þessu viðtali ræðum við um:

 • Af hverju Fjármálatips hefur gengið svona vel
 • Hvað hún hafi lært frá hópnum
 • Hvað hún leggur áherslu á við uppeldi á sínum börnum
 • Hvað hún hefði sjálf viljað læra um peninga þegar hún ólst upp
 • Hvernig kreditkort, bílalán og yfirdráttur geta verið hættulegar afmælisgjafir við 18 ára afmælið frá bankanum
 • Hvernig henni tókst að snúa mjög erfiðri fjárhagsstöðu með vanskilum og neyslulánum í stöðuna í dag þar sem hún á íbúð og greiðir alla reikninga
 • Hvernig niðurgreiðslna skulda er orðið áhugamál hjá henni og manninum hennar
 • Hvernig hún lét dóttur sína sjá um matarinnkaup í heila viku og hún hætti að kvarta um að ekkert væri til í ísskápnum
 • Hvernig andleg heilsa líður fyrir fjárhagsvandræði
Hlusta
9. feb 2021

Sátt manneskja kaupir sér ekki neitt - Ragna Benedikta Garðarsdóttir

Ragna Benedikta Garðarsdóttir er með doktorsgráðu og starfar sem dósent við félagssálfræði við Háskóla Íslands.
Hún ræðir í þessu viðtali áhrif umhverfisns á hegðun okkar og þá oft neyslu.

 • Þeim óhamingjusamari sem þú ert því líklegri ertu til að falla fyrir markaðsbrellum og kaupa einhvern óþarfa.
 • Það er munur á ánægju sem fylgir nýjum hlut og hamingju. Ánægjan fer fljótt.
 • Við eigum frekar að kenna börnum markaðsbrellur og að lesa markaðsskilaboð en vexti verðbólgu o.þ.h. Þetta er stóra verkefnið í lífinu að standast stöðugt áreiti um að eyða peningum.
 • Við erum með tvö hugsanakerfi. Kerfi 1 sem er frumstætt og kerfi 2 sem hugsar hlutina til enda.
 • Kerfi 2 notar mikla orku og því reynir heilinn að styðjast við einfaldleika og vana.
 • Búðir eru hannaðar með þetta í huga að við notum kerfi 1 og kaupum þá meira en við þurfum.
 • Stöðukvíði snýst um að kaupa sér stöðu með neyslu.
 • Á árunum fyrir hrun var hegðun Íslendinga oft furðuleg og snérist mikið um peninga. Gildismat okkar var samt samkvæmt rannsóknum ekki þannig þenkjandi.

Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali sem allir ættu að hlusta á.

Hlusta

Myndbönd

Hvað er fjárhagslegt sjálfstæði ?
Að taka lán
Hvað eru vextir ?

Fræðsla & greinar

14. okt 2020

Að kaupa fasteign

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði er yfirleitt stærsta fjárfestingin sem einstaklingar ráðast í. Það er því stór ákvörðun að kaupa fasteign og ferlið við fasteignakaup getur verið flókið. Þeir sem íhuga fasteignarkaup ættu því að gefa sér góðan tíma í undirbúning og gera raunhæfa áætlun um hvað húsnæðið má kosta.

28. okt 2020

Viðbótarlífeyrissparnaður

Það er spennandi að byrja í nýrri vinnu hvort sem það er tímabundin sumarvinna eða vinna með skóla. Það gaman að kynnast nýju fólki, læra ný störf og taka þátt í atvinnulífinu eins og fullorðna fólkið. Það er líka góð tilhugsun að fá laun og ráða sínum eigin fjármálum.

 • Hverju þarf að huga þegar ungt fólk ræður sig í sumarvinnu eða vinnu með skóla?
 • Borgar sig að vera með viðbótarlífeyrissparnað?
 • Á ungt fólk að nýta sér viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað) til að greiða inn á fyrstu íbúð?
8. okt 2020

Skyndilán - kaupa núna borga seinna

Að nýta sér „kaupa núna borga seinna“ þjónustu getur verið auðveld og þægileg leið til að greiða fyrir vörur og þjónustu, það er þó mikilvægt að gæta þess að skuldbinda sig ekki um efni fram.

Af hverju áttu pening eftir 14 daga ef hann er ekki til núna ?