Fara í efni
10. nóv 2020

#6 Atvinnuleysi og atvinnuleit. Hvernig landar maður góðu starfi?

Í þessum þætti eru viðmælendur þau Jóhanna Hauksdóttir frá Vinnumálastofnun
og Sverrir Briem sérfræðingur í ráðningum hjá Hagvangi.

VIð munum ræða og skoða sérstaklega:
Hvað þýðir það fjárhagslega að missa vinnuna og hvað er það fyrsta sem maður á að gera ef slíkt hendir mann? Má maður vera í námi á sama tíma og maður fær atvinnuleysisbætur og hver er tekjutenging þeirra.
Ferilskráin skiptir öllu máli, hún er oft fyrsta snertingin við þann sem er að leita að starfskrafti. Einnig skiptir máli að vera með uppsetta Linkedin síðu.
Miklu máli skiptir að nýta tengslanet sitt og það viti að þú sért að leita þér að vinnu.
Þetta og margt fleira í þessu þætti. 

Hlusta
10. nóv 2020

# 5 Sigrún María Hákonardóttir

Sigrún María Hákonardóttir er menntaður viðskiptafræðingur, náms- og starfsráðgjafi sem rekur í dag í eigið fyrirtæki Fitby Sigrún.
Hún stofnaði fyrirtækið í kjölfar þess að hún fór að deila fríum æfingum á Instagram árið 2014 fyrir óléttar konur og nýbakaðar mæður. Hún segir nám sitt í viðskiptafræðinni hafa nýst mjög vel við reksturinn. 

Hún hefur brennandi áhuga heilsu og þjálfun og hefur sérhæft sig í meðgöngu og mömmuþjálfun í eigin líkamsræktarstöð. Hún segir það skipta miklu máli að vera sérhæfður þegar maður fer í rekstur á eigin fyrirtæki og segir það skipta miklu máli að vaxa hægt og örugglega. Stóra ástríða hennar er að aðstoða konur við að koma sér í form eftir meðgöngu.
Hún ólst upp í Bandaríkjunum og fékk hún góða menntun í fjármálalæsi þar, auk þess sem hún hefur tileinkað sér jákvætt hugarfar til peninga.


Heimasíða FitbySigrún
https://fitbysigrun.com/

Sigrún er með eigið hlaðvarp sem má finna hér:
https://spoti.fi/2HoYUxiAtvinnumál kvenna 

 

Hlusta
10. nóv 2020

#4 Ríki pabbi, fátæki pabbi - Kjartan Örn Sigurðsson

Kjartan Örn Sigurðsson kaupsýslumaður fjallar hér um bókina Ríki pabbi, fátæki pabbi (Rich Dad Poor Dad) sem kom út árið 1997 en sú bók hefur verið ein mest selda bók um fjármál einstaklinga síðan hún kom út.  Kjartan Örn segir bókina vera fyrir alla þá sem vilja skilja grundvallaratriði fjármála og hefur hann sjálfur gefið fjölmörgum þessa bók.

Kjartan segir bókina í grundvallaratriðum fjalla um hvernig efnað fólk vinnur ekki fyrir peningum heldur lætur peninga vinna fyrir sig.

Bókin kom út á íslensku árið 2001 undir heitinu Ríki pabbi fátæki pabbi og er hægt að nálgast hana á bókasöfnum. Bókina má einnig finna sem hljóð- eða rafbók mjög víða. 

Hlusta
10. nóv 2020

#3 Instagram og Extraloppan - Brynja Dan Gunnarsdóttir

Brynja útskrifaðist sem verkfræðingur árið 2011. Fyrsta verkefnið eftir útskrift var að markaðssetja íslenskt vodka og fór hún í markaðsbransann í framhaldi af því starfi.
Hún ræðir hér um stofnun Ekstraloppunar og þær áskoranir sem fylgt hafa opnun hennar.
Hvað skiptir mestu við reksturinn og hvaða mistök hefur hún gert í rekstri ? Við spyrjum einnig hvort Brynja gangi bara í notuðum fötum í dag?
Við ræðum  samfélagsmiðla og spyrjum hvaða tekjur er hægt að hafa af þeim og hvernig Brynja fór sjálf að því að ná árangri þar.

Brynja hefur alltaf reynt að fara varlega í fjármálum og alltaf átt varasjóð. Besta ráðið sem hún hefur fengið er að fjárfesta í steypu en það versta þegar henni var ráðlagt að fjárfesta arfi í hlutabréfasjóð rétt fyrir hrun.
Þetta og margt fleira í þessu skemmtilega viðtali. 

Hlusta
8. okt 2020

#2 Hvernig kaupir maður íbúð í dag

Páll Pálsson fasteignasali ræðir um hvernig maður ber sig að við kaup á fasteign. Hvar er hagstæðast að kaupa, hvað ber að varast og hvað þarf maður að eiga af peningum? Á hvað ætti maður að horfa þegar keypt er fyrsta íbúðin?

Hlusta
8. okt 2020

#1 Þetta reddast er versta fjármálaráðið

Edda Hermannsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka fjallar um fjármál og hvernig hún tileinkaði sér reglur í fjármálum á unga aldri sem hafa reynst henni vel allar götur síðan. Hvernig nær maður árangri þegar kemur að sparnaði og margt fleira

Hlusta
24. nóv 2020

#7 Vikumatseðill og viðbótarlífeyrissparnaður - Snædís Ögn Flosadóttir

Snædís Ögn sýslar með stórar upphæðir dags daglega en hún starfar sem framkvæmdastjóri þriggja eftirlaunasjóða.
Hún lærði snemma í uppeldinu að hver einasta króna skiptir máli en hún varð ólétt 17 ára gömull og stofnar þá heimili. Besta ráðið sem Snædís hefur fengið og hún hefur reynt að temja sér er að skilja á milli gerviþarfa og raunverulegra þarfa.
Hún hefur gert matseðil á sunnudagskvöldum fyrir fjölskylduna og segir þessa reglu að hafa skipulagt matarinnkaup og gert þau mun auðveldari þar sem ekki þarf að fara í oft í viku í að versla. Matarkostnaðurinn getur auðveldlega rokið upp á heimilinu ef þetta plan riðlast og farið er oftar að versla.
Hún segist leggja fyrir á hverjum mánuði og fylgjast vel með útgjöldum. Heimilisbókhald og skipulag skiptir alltaf máli og kannski mestu máli þegar maður er að byrja búskap.

Hún ræðir svo ítarlega um viðbótarlífeyrissparnað og mikilvægi þess að hugað sé að honum sem fyrst. 

Hlusta
24

#8 Sambönd, kaupmálar og erfðaskrár - Jóhannes Árnason

Jóhannes Árnason lögmaður en hann rekur ásamt öðrum síðurnar, kaupmali.is og erfðaskra.is

Þegar við hefjum sambúð er mikilvæg að huga að því hvernig skal haga fjármálum. 

Þá er mikilvægt að báðir aðilar séu vel upplýstir og fylgist með því hvernig farið er með peningana. 

Í þessum þætti er farið yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar og reglur sem gilda um sambúð, hjónaban, skilnað og erfðir. 

Hlusta