Fara í efni
9. des 2020

Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi - Georg Lúðvíksson

Fyrsti þáttur í 2. seríu af leitinni að peningunum

Georg Lúðvíksson er einn stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Meninga sem var stofnað með það að markmið að geta aðstoðað fólk með lausnum sem tengjast fjármálum heimilisins í gegnum netbanka. Með því að breyta fjármálahegðun sinni getur fólk aukið lífsgæði sín mikið. Lausnin er ekki að halda skipulegt heimilisbókhald þar sem allt er fært inn að sögn Georgs heldur að nýta lausnir eins og Meniga sem hjálpa fólki að skipuleggja fjármál sín á einfaldan hátt.
Georg segir stjórn fjármálum eina mikilvægastu breytu sem getur haft áhrif á lífsgæði.

Hlusta
9. des 2020

#9 Björn Berg Gunnarsson

Björn Berg Gunnarsson starfar sem deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Hann hefur kynnt sér fjármál bíla í þaula . Hvað þýðir það ef maður kaupir sér bíl í kringum tvítugt, hverju fórnum við í staðinn? Það mun að öllum líkum seinka íbúðarkaupum og jafnvel hafa slæm áhrif á mögulegt nám. Peningur sem fer í rekstur og kaup á bíl er svo mikill að þú getur gert mjög mikið fyrir þá peninga. Það kostar nokkur hundruð þúsund á ári að reka bíl auk þess sem bílinn lækkar hratt í verði. 

Hlusta
9. des 2020

#8 Sambönd, kaupmálar og erfðaskrár - Jóhannes Árnason

Jóhannes Árnason lögmaður en hann rekur ásamt öðrum síðurnar, kaupmali.is og erfðaskra.is

Þegar við hefjum sambúð er mikilvæg að huga að því hvernig skal haga fjármálum. 

Þá er mikilvægt að báðir aðilar séu vel upplýstir og fylgist með því hvernig farið er með peningana. 

Í þessum þætti er farið yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar og reglur sem gilda um sambúð, hjónaban, skilnað og erfðir. 

Hlusta
24. nóv 2020

#7 Vikumatseðill og viðbótarlífeyrissparnaður - Snædís Ögn Flosadóttir

Snædís Ögn sýslar með stórar upphæðir dags daglega en hún starfar sem framkvæmdastjóri þriggja eftirlaunasjóða.
Hún lærði snemma í uppeldinu að hver einasta króna skiptir máli en hún varð ólétt 17 ára gömull og stofnar þá heimili. Besta ráðið sem Snædís hefur fengið og hún hefur reynt að temja sér er að skilja á milli gerviþarfa og raunverulegra þarfa.
Hún hefur gert matseðil á sunnudagskvöldum fyrir fjölskylduna og segir þessa reglu að hafa skipulagt matarinnkaup og gert þau mun auðveldari þar sem ekki þarf að fara í oft í viku í að versla. Matarkostnaðurinn getur auðveldlega rokið upp á heimilinu ef þetta plan riðlast og farið er oftar að versla.
Hún segist leggja fyrir á hverjum mánuði og fylgjast vel með útgjöldum. Heimilisbókhald og skipulag skiptir alltaf máli og kannski mestu máli þegar maður er að byrja búskap.

Hún ræðir svo ítarlega um viðbótarlífeyrissparnað og mikilvægi þess að hugað sé að honum sem fyrst. 

Hlusta
10. nóv 2020

#6 Atvinnuleysi og atvinnuleit. Hvernig landar maður góðu starfi?

Í þessum þætti eru viðmælendur þau Jóhanna Hauksdóttir frá Vinnumálastofnun
og Sverrir Briem sérfræðingur í ráðningum hjá Hagvangi.

VIð munum ræða og skoða sérstaklega:
Hvað þýðir það fjárhagslega að missa vinnuna og hvað er það fyrsta sem maður á að gera ef slíkt hendir mann? Má maður vera í námi á sama tíma og maður fær atvinnuleysisbætur og hver er tekjutenging þeirra.
Ferilskráin skiptir öllu máli, hún er oft fyrsta snertingin við þann sem er að leita að starfskrafti. Einnig skiptir máli að vera með uppsetta Linkedin síðu.
Miklu máli skiptir að nýta tengslanet sitt og það viti að þú sért að leita þér að vinnu.
Þetta og margt fleira í þessu þætti. 

Hlusta
10. nóv 2020

# 5 Sigrún María Hákonardóttir

Sigrún María Hákonardóttir er menntaður viðskiptafræðingur, náms- og starfsráðgjafi sem rekur í dag í eigið fyrirtæki Fitby Sigrún.
Hún stofnaði fyrirtækið í kjölfar þess að hún fór að deila fríum æfingum á Instagram árið 2014 fyrir óléttar konur og nýbakaðar mæður. Hún segir nám sitt í viðskiptafræðinni hafa nýst mjög vel við reksturinn. 

Hún hefur brennandi áhuga heilsu og þjálfun og hefur sérhæft sig í meðgöngu og mömmuþjálfun í eigin líkamsræktarstöð. Hún segir það skipta miklu máli að vera sérhæfður þegar maður fer í rekstur á eigin fyrirtæki og segir það skipta miklu máli að vaxa hægt og örugglega. Stóra ástríða hennar er að aðstoða konur við að koma sér í form eftir meðgöngu.
Hún ólst upp í Bandaríkjunum og fékk hún góða menntun í fjármálalæsi þar, auk þess sem hún hefur tileinkað sér jákvætt hugarfar til peninga.


Heimasíða FitbySigrún
https://fitbysigrun.com/

Sigrún er með eigið hlaðvarp sem má finna hér:
https://spoti.fi/2HoYUxiAtvinnumál kvenna 

 

Hlusta
10. nóv 2020

#4 Ríki pabbi, fátæki pabbi - Kjartan Örn Sigurðsson

Kjartan Örn Sigurðsson kaupsýslumaður fjallar hér um bókina Ríki pabbi, fátæki pabbi (Rich Dad Poor Dad) sem kom út árið 1997 en sú bók hefur verið ein mest selda bók um fjármál einstaklinga síðan hún kom út.  Kjartan Örn segir bókina vera fyrir alla þá sem vilja skilja grundvallaratriði fjármála og hefur hann sjálfur gefið fjölmörgum þessa bók.

Kjartan segir bókina í grundvallaratriðum fjalla um hvernig efnað fólk vinnur ekki fyrir peningum heldur lætur peninga vinna fyrir sig.

Bókin kom út á íslensku árið 2001 undir heitinu Ríki pabbi fátæki pabbi og er hægt að nálgast hana á bókasöfnum. Bókina má einnig finna sem hljóð- eða rafbók mjög víða. 

Hlusta
10. nóv 2020

#3 Instagram og Extraloppan - Brynja Dan Gunnarsdóttir

Brynja útskrifaðist sem verkfræðingur árið 2011. Fyrsta verkefnið eftir útskrift var að markaðssetja íslenskt vodka og fór hún í markaðsbransann í framhaldi af því starfi.
Hún ræðir hér um stofnun Ekstraloppunar og þær áskoranir sem fylgt hafa opnun hennar.
Hvað skiptir mestu við reksturinn og hvaða mistök hefur hún gert í rekstri ? Við spyrjum einnig hvort Brynja gangi bara í notuðum fötum í dag?
Við ræðum  samfélagsmiðla og spyrjum hvaða tekjur er hægt að hafa af þeim og hvernig Brynja fór sjálf að því að ná árangri þar.

Brynja hefur alltaf reynt að fara varlega í fjármálum og alltaf átt varasjóð. Besta ráðið sem hún hefur fengið er að fjárfesta í steypu en það versta þegar henni var ráðlagt að fjárfesta arfi í hlutabréfasjóð rétt fyrir hrun.
Þetta og margt fleira í þessu skemmtilega viðtali. 

Hlusta
8. okt 2020

#2 Hvernig kaupir maður íbúð í dag

Páll Pálsson fasteignasali ræðir um hvernig maður ber sig að við kaup á fasteign. Hvar er hagstæðast að kaupa, hvað ber að varast og hvað þarf maður að eiga af peningum? Á hvað ætti maður að horfa þegar keypt er fyrsta íbúðin?

Hlusta
9. des 2020

#1 Þetta reddast er versta fjármálaráðið

Edda Hermannsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka fjallar um fjármál og hvernig hún tileinkaði sér reglur í fjármálum á unga aldri sem hafa reynst henni vel allar götur síðan. Hvernig nær maður árangri þegar kemur að sparnaði og margt fleira

Hlusta
15. des 2020

Gerðu fólk ástfangið af þér - Þórarinn Ævarsson

Þórarinn Ævarsson er bakari sem uppgötvaði þegar hann var farinn að vinna hjá Dominos að hann hafði nef fyrir viðskiptum. Á þeim tíma tileinkaði Þórarinn sér lífsspeki sína sem er að selja mikið með lágri framlegð.  Af þeim sökum hefur Þórarinn aldrei viljað tala um markhópa heldur vill hann eiga viðskipti við alla. Frá Dominos lá leið Þórarins til IKEA þar sem hann var í 15 ár. Sömu viðskiptalögmál áttu við þar og hjá Dominos að selja mörgum með lágri framlegð. Þórarinn hætti hjá IKEA og stofnaði Spaðann. Hann segir pizzuna hafa fylgt sér allar götur frá Dominos og verið í lykilhlutverki í lífi hans. Enda veki pizzann upp allt önnur hughrif en annar skyndibiti. Ameríska pizzan sé stærri og matarmeiri og því geti fleiri en einn deilt hverri pizzu ólíkt þeirri ítölsku. Pizzan getur endalaust endurnýjað sig. Þegar Þórarinn var að byrja voru sveppir vinsælir en sjáist varla í dag og í dag séu döðlur t.d komnar inn. Hann segist því eiga pizzunni mikið að þakka og hjá IKEA hafir pizzudeig verið söluhæsta varan.  

Hlusta
22. des 2020

Erum við gerð til að gera meira en að borga reikninga og deyja? - Guðrún (Gógó) Magnúsdóttir

Guðrún Magnúsdóttir er alltaf kölluð Gógó. og hefur verið hluti af FIRE( Financial, Freedom, Retire, Early) hreyfingunni lengi þar sem stefnt er að fjárhagslegu sjálfstæði.
Hún segist hafa reynt mikilvægi þessa þegar henni var sagt upp starfi nokkrum dögum eftir að hafa flutt með fjölskylduna í draumahúsið sumarið 2020. Hún fann þó ekki til ótta eða kvíða því hún vissi að hún átti sparnað sem myndi duga henni áfram.

Gógó fékk fjárhagslegt uppeldi og lærði snemma að fara vel með peninga.
Hún segist hafa á stundum gengið of langt í að spara og áttað sig á því að þetta er allt ferðalag sem hver og einn þarf að finna út sína leið.
Áhugavert viðtal við konu sem hefur byggt upp eignasafn og áttað sig á að ekki þarf alltaf að skipta út hlutum þó þeir séu komnir til ára sinna. 

Hlusta
5. jan 2021

Ef maður nær nógu mörgum litlum markmiðum þá nær maður á endanum stóra markmiðinu - Vilborg Arna Gissurardóttir

Vilborg Arna Gissurardóttir þarfnast ekki kynningar en þessi magnaða kona var fyrsta konan í heiminum til að afreka það að ganga ein á Suðurpólinn á skíðum og klífa 8000 metra tind ein.
Hún hefur sett sér skýr markmið í fjármálum sem og í leiðöngrum sínum og segir markmiðin eitt það mikilvægasta þegar kemur að árangri. 

Hlusta
5. jan 2021

Milljónamæringurinn í næsta húsi - Kolbeinn Marteinsson

Kolbeinn Marteinsson er einn eiganda almannatengsla- og kynningarfyrirtæksins Athygli. Hann er jafnframt einn stofnenda og eigenda Útilegukortsins og fleiri fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Kolbeinn ræðir í þessum þætti um sín fjármál en hann er í dag mikill áhugamaður um fjármál. Þessi áhugi kviknaði samt í kjölfar mjög erfiðra aðstæðna. Á árunum eftir hrun urðu fjármál Kolbeins rústir einar eftir að fyrirtæki sem hann átti fór í gjaldþrot og skuldir hans jukust mjög mikið. Á sama tíma hrundu tekjur samhliða minni umsvifum í hagkerfinu eftir hrun. Í kjölfarið þurfti hann að horfast í augu við eigin fjárhagsvanda. Í kjölfarið fór hann að skipuleggja fjármál sín og fór að vinna sig úr skuldavandanum. Hægt og rólega fór hann að sjá til sólar. Samtímis fór hann að leggja fyrir sparnað og fá raunverulegan áhuga á fjármálum og má því segja að fjárhagserifðleikarnir hafi verið honum og fjölskyldu hans mikil gæfa. Í dag stefna Kolbeinn og kona hans að skuldleysi innan skamms og fjárhagslegu sjálfstæði.

Í síðari hluta þessa þáttar ræðir Kolbeinn um bókina ,,The Millionaire Next Door." Í þeirri bók sem kom út árið 1996 og var endurútgefin 2010 voru fjöldi milljónamæringa í Bandaríkjunum rannsakaðir með það að markmiði að skoða hvað í hegðun þeirra og færni varð til þess að þeir efnuðust. Þar kemur margt á óvart og margir hlutir þar sem við hér á Íslandi getum tileinkað okkur.  

Hlusta
12. jan 2021

Stelpur eiga ekki að tala um peninga - Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir

Stefanía útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 2019 og hefur síðan unnið mikið með það að markmiði að spara eins mikla peninga og mögulegt er.
Hún hefur náð nú þegar að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. Stefanía segir að hún hafi sótt sér mikinn fróðleik um fjárfestingar og sparnað. Það sem hefur þó komið henni leiðinlega á óvart er að þegar hún fer að tala um þessa hluti þá fær hún oft neikvæð tilsvör frá fólki. Bæði finnst fólki óþægilegt að ræða slík mál og eins segist Stefanía upplifa að margir finnist skrýtið og óviðeigandi að nýútskrifuð stelpa úr menntaskóla sé að leita sér þekkingar og tala um fjárfestingar. Hennar upplifun sé að það sé talið eðlilegra að strákar tali um svona hluti frekar en stelpa. Sem feminsísta þyki henni það leiðinlegt og því mikilvægt að ræða um þessa hluti út frá sjónarhóli ungra kvenna.

Hún segir að allir geti lært um peninga og það sé eitt það mikilvægasta sem allir geta lært enda séu peningar frelsi. Með því að læra um peninga getum við sloppið við að láta þá stjórna lífi okkar. Hún segir að hún hafi fengið fræðslu um fjármál og hjá fjölskyldu sinni mamma hennar hafi verið einstæð móðir sem hafi rætt fjármálin við hana.
Því fyrr sem við byrjum að spara því betri stöðu sköpum við okkur enda er lífið þá allt framundan.
Hún hefur fjárfest í hlutabréfum og kynnt sér þau mjög vel og hún kaupir sér frekar notuð föt en enda er það mun betra fyrir umhverfið.
Móðir hennar var Au-pair í Vínarborg en varð að hætta vegna láns sem hún var með og því hafi hún lagt áherslu á að fara skuldlaus í gegnum háskóla og því dugi sparnaður Stefaníu fyrir náminu.  

Hlusta
19. jan 2021

Safnaði 17 milljónum á tveimur árum - Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason einnig þekktur sem Stjörnu Sævar er landsmönnum vel kunnur.
Hann gekk í gegnum skilnað nærri þrítugur og þurfti að taka stórar ákvarðanir og færa miklar fórnir. Hann flutti aftur í foreldrahús, vann frá morgni til kvölds með það að markmiði að þéna meira, hækka laun sín og spara fyrir íbúð.
Á tveimur árum sparaði Sævar sér 17 milljónir króna með því að minnka neyslu, leggja bílnum. Hann hjólaði í vinnu í Reykjavík frá Hafnarfirði og sparaði sér um leið líkamsræktarkort.
Sævar segist hafa farið í keppni við sjálfan sig þar sem hann minnkaði eyðslu frá mánuði til mánuðar. Á endanum komst hann af með að eyða 40.000 kr. sem hann segir hafa verið mjög erfitt og krafist mikilla fórna.

Eins hafi þetta allt krafist aga sem hann segist ekki hafa búið yfir en verkefnið og markmiðið hafi leitt til.
Stór hluti af viðhorfi Sævars til neyslu og eyðslu hverfist um stóru ástríðuna í lífi hans sem er jörðin og náttúran. Loftslagsváin er samtengd neyslu okkar og því er það skylda okkar allra að staldra við og skoða vel hvernig við getum dregið úr kolefnislosun okkar.
Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali.  

Hlusta
19. feb 2021

Spurt og svarað um fjárfestingar - Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa starfar sem lektor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur langa starfsreynslu af fjárfestingum og stýringu fjármuna í íslensku bankakerfi og erlendis.
Már ræðir hér fjárfestingar og gefur góð ráð við ávöxtun peninga. Þetta viðtal er mjög yfirgripsmikið og nokkuð langt en við erum mjög ánægð með það þar sem það fer djúpt.

Það sem við ræðum hér er eftirfarandi:

 • Er hægt að tímasetja markaðinn varðandi kaup á hlutabréfum?
 • Þegar Már hóf sinn starfsferil í kringum aldamótin, var mikil netbóla á Íslandi auk þess sem Decode Genetics var heitasta fyrirtækið.
 • Hann ræðir um mikilvægi þess að halda stefnu og ekki elta umræðu í samfélaginu. Hún er oft þveröfug við það sem skynsamlegt er að gera.
 • Mikilvægast er að taka aldrei meiri áhættu en maður getur kyngt.Og maður skal aldrei verða ástfanginn af hlutabréfum.
 • Már sýnir dæmi um fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði, hvað íslenskur fjárfestir sem hefði keypt í Marel, Össur, Actavis og bönkunum þremur árið 2001 hefði átt í október 2008, eftir að hrunið hafði átt sér stað.
 • Hann fjallar um séreignarsparnaðinn sem er í dag einn mikilvægasti sparnaður okkar allra. Hvort sem upp koma áföll eða við kaup á fyrstu íbúð eða við innborganir á íbúðalán. Skattleysi séreignarsparnaðar við kaup á íbúð eða við innborganir á lán gerir hann að mjög vænlegum kosti.
 • Már fjallar um fjárfestingar erlendis og gefur góð ráð þegar kemur að þeim.
 • Við ræðum um ólíkar áherslur við fjárfestingar eftir aldri.
 • Verðtryggð og óverðtryggð lán fá mikið vægi enda er fasteign fyrir flesta stærsta fjárfestingin á lífsleiðinni. Auk þess sem við veltum fyrir okkur hvernig fasteignaverð muni þróast.
 • Fjármálalæsi Íslendinga er svo að endingu til umræðu auk þess sem við spyrjum Má um bestu fjárfestingu hans og hans stærstu mistök.

Bloggsíða Más
https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/

Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson

Hlusta
4. feb 2021

Verðmætasta eignin og Farsæl skref í fjármálum - Gunnar Baldvinsson

Gunnar Baldvinsson er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins .

Hann hefur skrifað fjölmargar bækur um fjármál einstaklinga sem í dag eru nýttar til kennslu . Nýjasta bók hans Farsæl skref í fjármálum er nýkomin út og er til umræðu í þessum þætti.
Gunnar ræðir einnig lífeyrismál og af hverju í eftirlaunum okkar er oft að finna verðmætustu eign okkar

Hlusta
9. feb 2021

Sátt manneskja kaupir sér ekki neitt - Ragna Benedikta Garðarsdóttir

Ragna Benedikta Garðarsdóttir er með doktorsgráðu og starfar sem dósent við félagssálfræði við Háskóla Íslands.
Hún ræðir í þessu viðtali áhrif umhverfisns á hegðun okkar og þá oft neyslu.

 • Þeim óhamingjusamari sem þú ert því líklegri ertu til að falla fyrir markaðsbrellum og kaupa einhvern óþarfa.
 • Það er munur á ánægju sem fylgir nýjum hlut og hamingju. Ánægjan fer fljótt.
 • Við eigum frekar að kenna börnum markaðsbrellur og að lesa markaðsskilaboð en vexti verðbólgu o.þ.h. Þetta er stóra verkefnið í lífinu að standast stöðugt áreiti um að eyða peningum.
 • Við erum með tvö hugsanakerfi. Kerfi 1 sem er frumstætt og kerfi 2 sem hugsar hlutina til enda.
 • Kerfi 2 notar mikla orku og því reynir heilinn að styðjast við einfaldleika og vana.
 • Búðir eru hannaðar með þetta í huga að við notum kerfi 1 og kaupum þá meira en við þurfum.
 • Stöðukvíði snýst um að kaupa sér stöðu með neyslu.
 • Á árunum fyrir hrun var hegðun Íslendinga oft furðuleg og snérist mikið um peninga. Gildismat okkar var samt samkvæmt rannsóknum ekki þannig þenkjandi.

Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali sem allir ættu að hlusta á.

Hlusta
16. feb 2021

Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði Fjármálatips - Sædís Anna Jónsdóttir

Sædís Anna Jónsdóttir er þriggja barna móðir sem hefur á nokkrum árum losnað úr fátæktargildru og fjárhagsáhyggjum. Hún er jafnframt stofnandi Facebookhópsins fjármálatips en í hópnum eru þegar þetta er ritað um 13.000 manns.
Í þessu viðtali ræðum við um:

 • Af hverju Fjármálatips hefur gengið svona vel
 • Hvað hún hafi lært frá hópnum
 • Hvað hún leggur áherslu á við uppeldi á sínum börnum
 • Hvað hún hefði sjálf viljað læra um peninga þegar hún ólst upp
 • Hvernig kreditkort, bílalán og yfirdráttur geta verið hættulegar afmælisgjafir við 18 ára afmælið frá bankanum
 • Hvernig henni tókst að snúa mjög erfiðri fjárhagsstöðu með vanskilum og neyslulánum í stöðuna í dag þar sem hún á íbúð og greiðir alla reikninga
 • Hvernig niðurgreiðslna skulda er orðið áhugamál hjá henni og manninum hennar
 • Hvernig hún lét dóttur sína sjá um matarinnkaup í heila viku og hún hætti að kvarta um að ekkert væri til í ísskápnum
 • Hvernig andleg heilsa líður fyrir fjárhagsvandræði
Hlusta
24. feb 2021

Staða og horfur á fasteignamarkaði, að leigja eða kaupa? - Ari Skúlason

Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum hefur skoðað íslenskan fasteignamarkað undafarin ár. Hann ræðir í þessu áhugaverða viðtali stöðu fasteignamarkaðar.

 • Borgar sig frekar að leigja en að kaupa?
 • Hvernig Covid hefur haft áhrif á fasteignamarkaðinn og starfsumhverfi.
 • Hvernig vaxtalækkanir Seðlabankans hafa gjörbreytt fasteignamarkaði.

Þetta og margt fleira er rætt í þaula í þessu áhugaverða viðtali.

Hlusta