Fara í efni

#3 Instagram og Extraloppan - Brynja Dan Gunnarsdóttir

Brynja útskrifaðist sem verkfræðingur árið 2011. Fyrsta verkefnið eftir útskrift var að markaðssetja íslenskt vodka og fór hún í markaðsbransann í framhaldi af því starfi.
Hún ræðir hér um stofnun Extraloppunnar og þær áskoranir sem fylgt hafa opnun hennar.
Hvað skiptir mestu við reksturinn og hvaða mistök hefur hún gert í rekstri? Við spyrjum einnig hvort Brynja gangi bara í notuðum fötum í dag?
Við ræðum  samfélagsmiðla og spyrjum hvaða tekjur er hægt að hafa af þeim og hvernig Brynja fór sjálf að því að ná árangri þar.

Brynja hefur alltaf reynt að fara varlega í fjármálum og alltaf átt varasjóð. Besta ráðið sem hún hefur fengið er að fjárfesta í steypu en það versta þegar henni var ráðlagt að fjárfesta arfi í hlutabréfasjóð rétt fyrir hrun.
Þetta og margt fleira í þessu skemmtilega viðtali.