Fara í efni

Spurt og svarað um fjárfestingar - Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa starfar sem lektor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur langa starfsreynslu af fjárfestingum og stýringu fjármuna í íslensku bankakerfi og erlendis.
Már ræðir hér fjárfestingar og gefur góð ráð við ávöxtun peninga. Þetta viðtal er mjög yfirgripsmikið og nokkuð langt en við erum mjög ánægð með það þar sem það fer djúpt.

Það sem við ræðum hér er eftirfarandi:

  • Er hægt að tímasetja markaðinn varðandi kaup á hlutabréfum?
  • Þegar Már hóf sinn starfsferil í kringum aldamótin, var mikil netbóla á Íslandi auk þess sem Decode Genetics var heitasta fyrirtækið.
  • Hann ræðir um mikilvægi þess að halda stefnu og ekki elta umræðu í samfélaginu. Hún er oft þveröfug við það sem skynsamlegt er að gera.
  • Mikilvægast er að taka aldrei meiri áhættu en maður getur kyngt.Og maður skal aldrei verða ástfanginn af hlutabréfum.
  • Már sýnir dæmi um fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði, hvað íslenskur fjárfestir sem hefði keypt í Marel, Össur, Actavis og bönkunum þremur árið 2001 hefði átt í október 2008, eftir að hrunið hafði átt sér stað.
  • Hann fjallar um séreignarsparnaðinn sem er í dag einn mikilvægasti sparnaður okkar allra. Hvort sem upp koma áföll eða við kaup á fyrstu íbúð eða við innborganir á íbúðalán. Skattleysi séreignarsparnaðar við kaup á íbúð eða við innborganir á lán gerir hann að mjög vænlegum kosti.
  • Már fjallar um fjárfestingar erlendis og gefur góð ráð þegar kemur að þeim.
  • Við ræðum um ólíkar áherslur við fjárfestingar eftir aldri.
  • Verðtryggð og óverðtryggð lán fá mikið vægi enda er fasteign fyrir flesta stærsta fjárfestingin á lífsleiðinni. Auk þess sem við veltum fyrir okkur hvernig fasteignaverð muni þróast.
  • Fjármálalæsi Íslendinga er svo að endingu til umræðu auk þess sem við spyrjum Má um bestu fjárfestingu hans og hans stærstu mistök.

Bloggsíða Más
https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/

Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson