Fara í efni

Atvinnumissir

Að missa vinnuna getur verið þungbært og margir sem fyrir því verða upplifa það sem áfall.

Að takast á við atvinnumissi 


Áfall sem þetta getur valdið mikilli vanlíðan, kvíða og áhyggjum. Í kjölfar atvinnumissis tekur oftast við nokkur óvissa um framtíðina og ekki síst hvað varðar tekjur. 

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að það er óhætt að leita sér aðstoðar, að tala við fjölskyldu og vini um líðan er gott skref og eftir atvikum getur verið þörf á að leita aðstoðar fagaðila.

Hvað fjárhaginn varðar þá er gott að setjast niður, fara yfir stöðuna og gera áætlun.

  • Hvaða tekjur munt þú hafa ?
  • Ef þú átt sparnað er gott að gera áætlun um nýtingu á honum svo hann dugi sem lengst.
  • Hvað þarftu mikið til framfærslu og í önnur föst útgjöld heimilisins ?
  • Getur þú dregið úr útgjöldum heimilisins tímabundið ?
  • Hvaða skuldbindingar ertu með, lán sem þarf að greiða af o.s.frv.

Þú getur notað Kladdann útgjaldadagbók til að aðstoða þig við að ná yfirsýn eða sett upp einfalt heimilisbókhald.
Ef þú sérð ekki fram á að geta greitt kröfuhöfum þínum er mikilvægt að þú setjir þig strax í samband við þá, gerir grein fyrir stöðunni og kannir hvaða úrræði kunni að standa til boða t.d. tímabundin lækkun á afborgunum eða frestun á greiðslum.

Vakin skal athygli á því að hægt er að sækja um undanþágu frá afborgun hjá Menntasjóði . Þá eru ýmis úrræði í boði hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga fyrir greiðendur í erfiðleikum t.d. greiðslufrestur á meðan atvinnuleysi varir.

Mikið af góðum og gagnlegum upplýsingum um má finna á vefsíðu Vinnumálastofnunar.


Ef þú ert óviss um hver næstu skref ættu að vera þá getur þú haft samband í síma 512-6600, komið til okkar í Kringluna 1, opið er frá 9-15 alla virka daga.
Þú getur einnig pantað símtal frá okkur og fengið nánari upplýsingar um þá þjónustu sem við bjóðum upp á.

Panta símtal