Fara í efni

Fréttir

templateShare
Áhyggjulaus jól !

Nú stendur undirbúningur jóla sem hæst hjá flestum landsmönnum. Jólin geta verið kostnaðarsöm og eru hjá mörgum einn útgjaldamesti tími ársins. 

Flestir eru byrjaðir að kaupa gjafir handa vinum og fjölskyldu og skipuleggja viðburði tengda jólum.

Allt kostar þetta peninga og mikilvægt er að vera meðvitaður um í hvað við eyðum peningunum okkar .

Að skipuleggja kaup á jólagjöfum og gera áætlun um kostnað fyrir jólamatinn og aðra viðburði getur bæði gefið okkur betri yfirsýn yfir hvað við erum að setja peningana okkar í og dregið úr áhyggjum af háum reikningum í kjölfar jóla.

Við höfum tekið saman nokkur góð ráð sem allir geta haft gagn af. 

Þú getur sótt skjalið okkar „Áhyggjulaus jól“ sem við vonum að geti aðstoðað þig við að skipuleggja útgjöld þín betur fyrir jólin. 

Það er alltaf gott að setjast niður, fara yfir stöðuna og skipuleggja. 

Njótum jólaundirbúningsins áhyggjulaus