Fara í efni

Fréttir

templateShare
Jafnlaunastaðfesting

Þann 10. febrúar 2022 hlaut embætti umboðsmanns skuldara, fyrst fyrirtækja á Íslandi, Jafnlaunastaðfestingu frá Jafnréttisstofu.

Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns og uppfylla skilyrði 8. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Fyrirtæki eða stofnanir með 25 til 49 starfsmenn geta valið á milli að fá jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun.
Ráðgjafafyrirtækið Ráður ehf. vann að staðfestingunni með embættinu. 
Við vinnslu á jafnlaunastaðfestingunni voru störf 17 starfsmanna umboðsmanns skuldara metin.  Ákveðið var að matsþættir skyldu skiptast í þrjá yfirþætti, hæfni, álag og ábyrgð og ellefu undirþætti. Einnig voru skilgreindir persónubundnir þættir.
Þar sem einungis starfa starfsmenn af einu kyni (kvk) hjá UMS var ekki mögulegt að skila niðurstöðum er varðar kynbundinn launamun.  Greining byggð á starfaflokkun var framkvæmd til að greina launauppbyggingu út frá verðmæti starfa og voru niðurstöður settar fram til að bera kennsl á tækifæri til umbóta.