Fara í efni

Fréttir

templateShare
Skýrsla um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja

Starfshópurinn var skipaður fulltrúum ólíkra fagaðila m.a. frá umboðsmanni skuldara.

Í vinnu starfshópsins var lagt til grundvallar að gætt yrði að jafnvægi milli neytendaverndar, samkeppni og nýsköpunar á fjármálamarkaði. Brýnt væri að tryggja betur lögbundin réttindi neytenda og að tryggja að viðkvæmir neytendur séu verndaðir gagnvart fyrirtækjum sem beita óréttmætum viðskiptaháttum í starfsemi sinni. Að sama skapi var lagt til grundvallar að reglusetning eigi ekki að setja óþarfa hömlur á nýsköpun á fjármálamarkaði eða draga úr samkeppni milli fyrirtækja.