Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Mikilvægar breytingar á úrræði greiðsluaðlögunar

Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga taka gildi 1. apríl nk. Umboðsmaður skuldara (UMS) annast framkvæmd greiðsluaðlögunar sem er mikilvægt úrræði fyrir einstaklinga í verulegum greiðsluerfiðleikum og gerir þeim kleift að leita frjálsra samninga við kröfuhafa með milligöngu UMS. Markmiðið með greiðsluaðlögun er að ná jafnvægi milli skulda og greiðslugetu og tilgangur breytinganna er bæði að auka skilvirkni úrræðisins og mæta betur þörfum umsækjenda. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga samþykktar á Alþingi

Ánægjulegt er að segja frá því að samþykktar hafa verið breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010. Markmiðið með þeim breytingum sem nú hafa verið samþykktar er að bæta úrræðið greiðsluaðlögunar og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari, umsækjendum til hagsbóta. Breytingarnar taka gildi þann 1. apríl næstkomandi.