Fara í efni

Fréttir

templateShare
Ársskýrsla UMS 2017

Ársskýrsla ársins 2017 er með svipuðu sniði og skýrsla ársins 2016. Áhersla  er lögð á myndræna framsetningu til að veita lesendum sem besta innsýn inn starfsemi embættisins og þær áherslur sem lagðar voru á árinu 2017. 

 Umsóknum til embættisins hefur fjölgað á síðustu tveimur árum og í skýrslunni er að finna tölulega greiningu á þeim hóp sem leitar til embættisins .

Sá hópur sem hefur stækkað mest hjá embættinu er á aldrinum 18-29 ára. Sérstök áhersla var því lögð á að greina þann hóp.  

Árið 2017 fór embættið af stað með fræðsluverkefn, þar sem áhersla var lögð á að efla samstarf við stofnanir og samtök sem eiga í samskiptum við einstaklinga sem kunna að eiga í fjárhagserfiðleikum. Lesa má nánar um verkefnið í skýrslunni.

 Það er von embættisins að framsetning þessi bæði veki bæði áhuga lesenda og auki almennt skilning á starfsemi embættisins.