Fréttir
03. september 2020
Opnun hjálparsíma fyrir pólskumælandi einstaklinga 1717
Í dag 3. september verður opnuð þjónusta fyrir pólskumælandi einstaklinga á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallinu www.1717.is
Þjónustan verður opin á fimmtudögum frá kl. 20-23 framvegis.
15. janúar 2020
Rangfærslur um umboðsmann skuldara
Í staksteinum Morgunblaðsins 13. janúar sl. var fjallað um embætti umboðsmanns skuldara. Var þar nokkuð um rangfærslur sem umboðsmaður skuldara telur nauðsynlegt að leiðrétta.
19. nóvember 2019
Bráðum koma blessuð jólin
Það er komið að því enn einu sinni að blessuð jólin með öllu sínu tilstandi nálgast með ógnarhraða. Fyrir mörgum eru jólin kærkomin hvíld frá hversdagsleikanum. Tilhlökkun um jólaljósin, skreytingar, að gleðjast með sínum nánustu, borða góðan mat, taka upp gjafir, fara í heimsóknir og hlýða á jólamessu. Sumir gleyma sér þó í kapphlaupinu við að gera jólin sem glæsilegust og stundum virðist uppruni þeirra hverfa í skarkala og græðgi.
Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis skrifar í nýjasta gestapistli síðunnar um þær ólíku tilfinningar sem bærast innra með fólki í aðdraganda jóla og minnir á mikilvægi þess að vera meðvituð um að innihald jólanna er kærleikur og samvera.
20. september 2019
Ný framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara
Þegar neysluviðmið þáverandi velferðarráðuneytisins voru birt í fyrsta skipti árið 2011, lá til grundvallar skýrsla sérfræðingahóps um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi. Í skýrslunni voru kynnt þrjú ný íslensk neysluviðmið, þ.e. dæmigert viðmið, skammtímaviðmið og grunnviðmið. Viðmiðin byggjast í meginatriðum á svonefndri útgjaldaaðferð, þ.e. stuðst er við upplýsingar úr gagnagrunni Hagstofu Íslands, sem hefur framkvæmt rannsóknir á útgjöldum heimilanna.
Þar sem eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara samkvæmt lögum nr. 100/2010, er að útbúa framfærsluviðmið og uppfæra það reglulega, var tekin sú ákvörðun af hálfu embættisins í apríl 2012, að byggja á skammtímaviðmiðum skýrslunnar, með ákveðnum undantekningum. Skammtímaviðmiðin byggjast á dæmigerðum viðmiðum, en dregið er úr ákveðnum útgjöldum, þar sem þau er hugsuð sem viðmið sem hægt er að nota í skamman tíma.