Fara í efni

Fréttir

Innheimtufyrirtækið BPO innheimta kaupir kröfusafn smálánafyrirtækja

BPO innheimta hefur tilkynnt að það hafi keypt allar smálánakröfur Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla sem áður voru til innheimtu hjá Almennri innheimtu.

Reykjavíkurborg endurgreiðir oftekna dráttarvexti

Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 159/2017, sem kveðinn var upp þann 8. mars 2018, var staðfest að kröfuhöfum er óheimilt að krefjast dráttarvaxta af kröfum á því tímabili sem einstaklingar njóta tímabundinnar frestunar greiðslna eða á tímabili svokallaðs greiðsluskjóls vegna úrræðis greiðsluaðlögunar. Í frétt á vefsíðu Reykjavíkurborgar í dag 22. janúar 2021 kemur fram að Reykjavíkurborg muni endurgreiða oftekna dráttarvexti af fasteignagjöldum sem lagðir voru á einstaklinga sem nutu tímabundinnar frestunar greiðslna (greiðsluskjóls) vegna umsóknar um greiðsluaðlögun einstaklinga hjá umboðsmanni skuldara.
Hrefna Guðmundsdóttir 
Ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun. 
Vinnu- og félagssálfræðingur. 
Meðhöfundur…
Hrefna Guðmundsdóttir
Ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun.
Vinnu- og félagssálfræðingur.
Meðhöfundur af bókinni ,,Why are Icelanders so Happy?" (2018).

Hugarfar og atvinnuleit

Hrefna Guðmundsdóttir, vinnu- og félagssálfræðingur skrifar um hugarfar og atvinnuleit. Það er auðvelt að upplifa kvíða, einangrun og jafnvel sorg þegar fólk missir vinnuna sína. Ekki er maður eingöngu að missa viðurværið sitt, heldur samstarfsfélaga og einnig þarf að kveðja spennandi verkefni. Því er oft haldið að okkur að í öllum aðstæðum séu tækifæri. Stundum þarf aðstoð til að geta séð hlutina með þeim augum. En svo kemur að því að bretta þarf upp ermar og halda áfram, leita nýrra leiða. Við erum ekki tré, við getum flutt okkur um set vegna starfs, við getum aðlagað okkur að nýjum aðstæðum og lært nýja hluti.

Opnun hjálparsíma fyrir pólskumælandi einstaklinga 1717

Í dag 3. september verður opnuð þjónusta fyrir pólskumælandi einstaklinga á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallinu www.1717.is Þjónustan verður opin á fimmtudögum frá kl. 20-23 framvegis.