Fréttir
22. mars 2019
Vegferðin frá hruni
Föstudaginn 5. október 2018 birtist í Fréttablaðinu grein eftir Ástu S. Helgadóttur. Greinin er skrifuð í tilefni þess að þann 6. október voru liðin 10 ár frá efnahagshruninu. Í greininni lítur Ásta yfir farinn veg, þau verkefni sem embættinu hafa verið falin, þær áskoranir sem embættið hefur mætt og stöðu embættisins í dag.
18. mars 2019
Skýrsla um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja
Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en hún fól honum sl. sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta.
03. janúar 2019
Ársskýrsla UMS 2017
Umsóknum til embættisins hefur fjölgað á síðustu tveimur árum og í skýrslunni er að finna tölulega greiningu á þeim hóp sem leitar til embættisins .
Sá hópur sem hefur stækkað mest hjá embættinu er á aldrinum 18-29 ára. Sérstök áhersla var því lögð á að greina þann hóp.
10. desember 2018
Kladdinn - útgjaldadagbókin þín
Kladdinn er lítil og handhæg útgjaldadagbók sem ætlað er að aðstoða einstaklinga við að fá góða yfirsýn yfir útgjöld sín frá viku til viku.