Fara í efni

Fréttir

Vel sóttur morgunfundur um ungt fólk og lánamarkaðinn

Morgunfundur umboðsmanns skuldara og SFF um ungt fólk og lánamarkaðinn sem haldin var í gær 25. mars var vel sótt en á annað hundrað manns sátu fundinn.

Vandi vegna skyndilána eykst, nauðsynlegt að grípa til aðgerða

Umsækjendur sem óskuðu aðstoðar Umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda fjölgaði um 6,5% á árinu 2018 miðað við árið á undan. Alls bárust 1.397 umsóknir til embættisins 2018 á móti 1.311 umsóknum árið 2017. Mest fjölgaði umsækjendum sem voru á aldrinum 18-29 ára eða úr 23% árið 2017 í 27,3% árið 2018.

Ráðstefna um ungt fólk og lántöku

Umboðsmaður skuldara ásamt SFF standa fyrir morgunverðarfundi um ungt fólk og lántöku. Tilefni fundarins er meðal annars að á undanförnum misserum hefur ungu fólki sem hefur þurft að leita til umboðsmanns skuldara fjölgað umtalsvert. Á sama tíma á sér stað aukin sjálfvirknivæðing í lánastarfsemi sem er alþjóðleg þróun en ekki séríslensk.

Vegferðin frá hruni

Föstudaginn 5. október 2018 birtist í Fréttablaðinu grein eftir Ástu S. Helgadóttur. Greinin er skrifuð í tilefni þess að þann 6. október voru liðin 10 ár frá efnahagshruninu. Í greininni lítur Ásta yfir farinn veg, þau verkefni sem embættinu hafa verið falin, þær áskoranir sem embættið hefur mætt og stöðu embættisins í dag.