Fara í efni
Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Hrefna Guðmundsdóttir 
Ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun. 
Vinnu- og félagssálfræðingur. 
Meðhöfundur…
Hrefna Guðmundsdóttir
Ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun.
Vinnu- og félagssálfræðingur.
Meðhöfundur af bókinni ,,Why are Icelanders so Happy?" (2018).

Hugarfar og atvinnuleit

Hrefna Guðmundsdóttir, vinnu- og félagssálfræðingur skrifar um hugarfar og atvinnuleit. Það er auðvelt að upplifa kvíða, einangrun og jafnvel sorg þegar fólk missir vinnuna sína. Ekki er maður eingöngu að missa viðurværið sitt, heldur samstarfsfélaga og einnig þarf að kveðja spennandi verkefni. Því er oft haldið að okkur að í öllum aðstæðum séu tækifæri. Stundum þarf aðstoð til að geta séð hlutina með þeim augum. En svo kemur að því að bretta þarf upp ermar og halda áfram, leita nýrra leiða. Við erum ekki tré, við getum flutt okkur um set vegna starfs, við getum aðlagað okkur að nýjum aðstæðum og lært nýja hluti.

Opnun hjálparsíma fyrir pólskumælandi einstaklinga 1717

Í dag 3. september verður opnuð þjónusta fyrir pólskumælandi einstaklinga á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallinu www.1717.is Þjónustan verður opin á fimmtudögum frá kl. 20-23 framvegis.

Rangfærslur um umboðsmann skuldara

Í staksteinum Morgunblaðsins 13. janúar sl. var fjallað um embætti umboðsmanns skuldara. Var þar nokkuð um rangfærslur sem umboðsmaður skuldara telur nauðsynlegt að leiðrétta.
Salbjörg Bjarnadóttir
Salbjörg Bjarnadóttir

Bráðum koma blessuð jólin

Það er komið að því enn einu sinni að blessuð jólin með öllu sínu tilstandi nálgast með ógnarhraða. Fyrir mörgum eru jólin kærkomin hvíld frá hversdagsleikanum. Tilhlökkun um jólaljósin, skreytingar, að gleðjast með sínum nánustu, borða góðan mat, taka upp gjafir, fara í heimsóknir og hlýða á jólamessu. Sumir gleyma sér þó í kapphlaupinu við að gera jólin sem glæsilegust og stundum virðist uppruni þeirra hverfa í skarkala og græðgi. Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis skrifar í nýjasta gestapistli síðunnar um þær ólíku tilfinningar sem bærast innra með fólki í aðdraganda jóla og minnir á mikilvægi þess að vera meðvituð um að innihald jólanna er kærleikur og samvera.