Fara í efni
Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Ráðstefna um ungt fólk og lántöku

Umboðsmaður skuldara ásamt SFF standa fyrir morgunverðarfundi um ungt fólk og lántöku. Tilefni fundarins er meðal annars að á undanförnum misserum hefur ungu fólki sem hefur þurft að leita til umboðsmanns skuldara fjölgað umtalsvert. Á sama tíma á sér stað aukin sjálfvirknivæðing í lánastarfsemi sem er alþjóðleg þróun en ekki séríslensk.

Vegferðin frá hruni

Föstudaginn 5. október 2018 birtist í Fréttablaðinu grein eftir Ástu S. Helgadóttur. Greinin er skrifuð í tilefni þess að þann 6. október voru liðin 10 ár frá efnahagshruninu. Í greininni lítur Ásta yfir farinn veg, þau verkefni sem embættinu hafa verið falin, þær áskoranir sem embættið hefur mætt og stöðu embættisins í dag.

Skýrsla um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja

Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en hún fól honum sl. sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta.
Gunnar Baldvinsson
Gunnar Baldvinsson

Fjögur tímalaus ráð í fjármálum

Gunnar Baldvinsson framkvæmdarstjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hefur skrifað fjölda greina um fjármál í gegnum tíðina og m.a. gefið út bækur um fjármál einstaklinga á öllum aldri. Fjármál eru eins og hvert annað verkefni. Þeim þarf að sinna og líkur á góðum árangri aukast með góðum undirbúningi og markvissum vinnu­brögðum. Þeim sem gefa sér tíma er umbunað með betri fjárráðum. Greinin hér fjallar um fjögur ráð sem eiga við á öllum tímabilum ævinnar og eru undirstaðan að traustum fjárhag.